Formaður FÁSES spáir Íslandi áfram

Systurnar Sigga, Beta og Elín eru framlag Íslands í söngvakeppninni.
Systurnar Sigga, Beta og Elín eru framlag Íslands í söngvakeppninni. Eggert Jóhannesson

Ísland fer áfram úr fyrri undanriðlinum í kvöld í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fram fer í Tórínó á Ítalíu. Úkraína mun að öllum líkindum fara með sigur af hólmi og Ísland rétt missir af tíu efstu sætunum.

Þetta segir Hildur Tryggvadóttir formaður Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES), sem líst frábærlega á framlag Íslands til keppninnar í ár.

„Ég held alltaf við við förum áfram. Þær eru ótrúlega flottar og gera þetta vel og mér finnst lagið mjög skemmtilegt. Ég er viss um að það verði töfrar á sviðinu í kvöld,” segir hún og telur að muni slá í gegn meðal evrópskra kjósenda.

„Mér heyrist það hafa gengið vel í gærkvöldi á dómararennslinu þrátt fyrir einhverja tækniörðugleika,” bætir hún við.

Flestir sammála um sigur Úkraínu

Hún telur riðil Íslands vera sterkan og mörg lögin vera góð. „Þetta er bara þannig riðill að það getur allt gerst í honum, þannig ég er ekki svartsýn að minnsta kosti.”

Með Íslandi í riðli eru sterk framlög líkt og Úkraína, Portúgal og Noregur sem öllum hefur verið spáð góðu gengi. En flestir veðbankar eru sammála um að Úkraína muni bera sigur úr býtum í keppninni í ár.

Þó Ísland sé ekki spáð áfram meðal veðbanka segir Hildur: „Veðbankarnir eru meira með fyrstu sætin on point, hver vinnur riðilinn og hverjir vinna keppnina. Þeir eru ekkert alltaf með nákvæmlega hverjir eru að komast áfram eða hvernig þetta raðast.”

Aðspurð hvernig efstu fimm sætin muni raðast á laugardaginn hlær Hildur. „Þú spyrð ekki um lítið.” En hún spáir Úkraínu, Ítalíu, Svíþjóð, Hollandi og Bretlandi efstu sætunum.

Vildi efla umfjöllun um Eurovision

Hildur er formaður og einn stofnenda FÁSES sem stofnað var árið 2011. Fyrir stofnun þess hafði Hildur bloggað mikið um keppnina og haldið úti vefsíðunni Allt um Eurovision, til þess að efla umfjöllun um Eurovision á íslensku.

Hún segir keppnina hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga undanfarið. Á miðjum tíunda áratugnum hafi keppnin verið talin hallærisleg, síðan þá hafi keppnin byggt sig upp og orðið vinsælli í Mið- og Austur-Evrópu og sé nú stærri og vinsælli en nokkru sinni fyrr.

Í dag sé keppnin að stækka og fleiri heimsálfur hugi nú að því að hefja svipaðar keppnir. Áður hafi þetta verið „keppni sem hafi verið að leggjast af“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant