Gallagher leggur áfengið á hilluna

Liam Gallagher.
Liam Gallagher. mbl

Liam Gallagher, söngvari hljómsveitarinnar Oasis, lýsti því yfir nýlega að hann ætli sér að leggja áfengið á hilluna í eitt skipti fyrir öll.

Í samtali við fréttamiðilinn The Sun sagðist Gallagher vilja halda sig frá öllum vandræðum og að fyrsta skrefið í áttina að því markmiði væri að hætta að drekka áfengi.

Gallagher er í óðaönn að undirbúa sig fyrir stærstu tónleika sólóferils síns þegar hann fagnar því að hafa verið í bransanum í 25 ár. Tónleikarnir fara fram í Knebworth-höllinni í Lundúnum í byrjun júní.

„Ég hef mánuð til að undirbúa mig fyrir tónleikana svo ég ætla að halda mig fjarri vandræðum, slaka á, borða vel og sleppa því að drekka áfengi,“ sagði Gallagher.  „Þegar maður eldist þá þarf maður að undirbúa sig öðruvísi en áður fyrir tónleika. Maður getur ekki hagað sér eins og þegar maður var tvítugur,“ viðurkenndi Gallagher sem er orðinn 49 ára gamall.

Gallagher sagðist ekki vilja valda aðdáendum sínum og tilvonandi tónleikagestum vonbrigðum. Hann sagðist taka tónleikunum alvarlega enda seldist upp á tónleikana á svipstundu.

„Fólk er búið að borga fullt af peningum til þess að koma á þessa tónleika svo ég verð að undirbúa mig rétt.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.