Ísland færist ofar í veðbönkum

Systur færðust upp um eitt sæti í veðbönkum í dag.
Systur færðust upp um eitt sæti í veðbönkum í dag. Samsett mynd

Síðasta rennsli fyrir keppni gekk vel hjá Systrum og var hljóðið gott bæði í útsendingu og í höllinni. Þó hljóðið hafi strítt þeim á dómararennslinu í gærkvöldi þá hefur Ísland færst upp í 12. sæti úr því 13. í veðbönkum síðan í gær og færist því nær því að komast áfram á lokakvöld keppninnar. 

Þegar blaðamaður ræddi við þau Siggu, Betu, Elínu og Eyþór var það eina sem þau óskuðu sér á æfingum dagsins að hljóðið væri í lagi og virðast þau hafa fengið ósk sína uppfyllta. „Ef hljóðið er ókei, erum við ókei,“ sagði Elín.

Fyrsta undankvöld Eurovision söngvakeppninnar er í kvöld og hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Systur eru númer 14 í röðinni á sviðið af 17. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.