„Erum svo glaðar að systurnar komust áfram“

Reykjavíkurdætur náðu góðum árangri í Söngvakeppninni en sátu eftir heima.
Reykjavíkurdætur náðu góðum árangri í Söngvakeppninni en sátu eftir heima. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykjavíkurdætur segja Söngvakeppnina hafa verið frábæra upplifun þrátt fyrir að þær séu ekki staddar í Tórínó á Ítalíu akkúrat núna. Hljómsveitin elskar Eurovision og heldur þrenna tónleika í Iðnó á föstudaginn, daginn fyrir aðalkeppnina.   

„Söngvakeppnin var frábær upplifun fyrir okkur. Við fengum að sýna Íslendingum hvað í okkur býr eftir að hafa mest megnis spilað í útlöndum. Eftir áhugann sem okkur var sýndur í keppninni þá eiginlega urðum við að henda í tónleika. Við höfum ekki tekið svona tónleika í fjögur ár á Íslandi og við getum ekki beðið,“ segja Reykjavíkurdætur. 

Auk tónleika fyrir fullorðna á föstudagskvöldið og fjölskyldutónleika klukkan hálfsjö ákváðu Reykjavíkurdætur að bæta við aukatónleikum. 

„Við vissum strax að við yrðum að halda fjölskyldutónleika líka. Við fengum send svo mörg skilaboð, myndir og teikningar frá börnum og myndbönd af þeim að taka atriðið okkar. Stærsta gjöfin sem Söngvakeppnin gaf okkur var að fá að vera fyrimyndir fyrir þessi börn. Við erum svo margar og mismunandi að krakkarnir ná að spegla sig í svo mörgum af okkur og það er ómetanlegt. Það er líka bara svo sætt þegar við fáum send myndbönd af þeim í heimagerðum söngvakeppnisbúningum að taka atriðið á hæfileikakeppni skólans eða eitthvað, og við höfum séð allmörg.“

Reykjavíkurdætur.
Reykjavíkurdætur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylgist þið með Eurovision?

„Að sjálfsögðu, besta keppni í heimi. Við erum svo glaðar að systurnar komust áfram. Þær eru svo yndislegar og náttúrulega stórkostlegir tónlistarmenn og flytjendur. Þær eru með svo einstaka orku á sviði sem dáleiðir mann alveg.

Við fundum fyrir því eftir Söngvakeppnina að margir voru að stilla okkur upp hlið við hlið, taka okkur eða þær niður til að upphefja hinar en það er bara ekki hægt. Atriðin okkar voru svo ótrúlega ólík og annað er ekkert slæmt þótt að maður kunni betur við hitt. Vá hvað heimurinn væri daufur ef við mættum öll bara hlusta á eina gerð af tónlist.“

Reykjavíkurdætur fóru á kostum í Söngvakeppninni í vetur.
Reykjavíkurdætur fóru á kostum í Söngvakeppninni í vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er nóg að gera hjá Reykjavíkurdætrum á næstunni. Þær spila mæði innanlands og erlendis í sumar, meðal annars á bæjarhátíðum um allt land. 

„Við leggjum land undir fót og spilum í Noregi, Sviss og Frakklandi og í haust er stefnan tekin á Bandaríkin. Það er líka búið að tilkynna að Reykjavíkurdætur munu í fyrsta skipti spila á Þjóðhátíð. Við getum ekki beðið. Þura er frá Eyjum og hættir ekki að tala um gleðina og kærleikann sem umlykur Þjóðhátíð,“ segja þær spenntar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.