„Aldrei verið eins glöð“

Kristín H. Kristjánsdóttir, fréttaritari FÁSES er stödd í Tórínó.
Kristín H. Kristjánsdóttir, fréttaritari FÁSES er stödd í Tórínó.

Kristín H. Kristjánsdóttir, fréttaritari Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES), segir það hafa komið sér þægilega á óvart þegar Ísland komst áfram í úrslit Eurovision-söngvakeppninnar.

„Þegar Armenía komst áfram var ég alveg klár á því að við færum ekki áfram, því mér fannst eins og þessi tvö lög myndu útiloka hvort annað. En ég hef aldrei verið eins glöð að hafa haft rangt fyrir mér. Þetta var æðislegt,“ segir Kristín í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, sem líkt og Kristín er staddur í steikjandi hitanum í Tórínó á Ítalíu.

Hún segir áberandi hversu mörg róleg lög fóru áfram á þriðjudagskvöldið. Moldóva og Noregur voru með einu stuðlögin.

„Ég var óneitanlega hissa þegar Litháen fór áfram. Ekki af því að lagið væri eitthvað slæmt, heldur af því að ég hélt að það myndi bara týnast,“ segir Kristín. Hún hefur haft það náðugt í borginni undanfarna daga en mikið líf er á meðal FÁSES-liða. Vel á þriðja tug meðlima er komið hingað út til að fylgjast með keppninni.

EBU / ANDRES PUTTING

Ísland hækkar hjá veðbönkum

Lag Systranna ber titilinn Með hækkandi sól og á titillinn svo sannarlega við um þessar mundir því sólin er loksins farin að skína á föla húð Íslendinga í borginni. Þá fer frægðarsól Systranna einnig hækkandi eftir að þær komust áfram. Sömuleiðis er Ísland á fleygiferð upp í veðbönkum, á álíka miklum hraða og blaðamaður ferðast um Tórínó á hlaupahjóli.

Íslandi er nú spáð 23. sæti í Eurovision en var áður spáð því 31. Það gæti þó breyst eftir kvöldið í kvöld, seinna undankvöld keppninnar. Þá munu keppendur 18 landa flytja atriði sín á sviðinu í Pala Olimpico-höllinni en aðeins tíu komast áfram í úrslitin. Útsending hefst klukkan 19 í kvöld og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu á mbl.is.

Alls munu keppendur frá 25 löndum etja kappi á laugardaginn en eftir blaðamannafund á þriðjudag kom í ljós að Ísland verður á meðal seinni helmings keppenda til að stíga á svið.

Kristín hélt að framlag Litháen myndi týnast.
Kristín hélt að framlag Litháen myndi týnast. AFP

Konur í lykilstöðum

Í lykilstöðum í íslenska hópnum eru konur; systurnar Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur eru þar fremstar í flokki. Tónlistarkonan Lay Low er höfundur lagsins, Ellen Loftsdóttir er búningahönnuður, Maríanna Pálsdóttir er förðunarfræðingur og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir leikstjóri.

Fjölmiðlamegin eru konur líka í aðalhlutverki en hópnum fylgdu hvorki fleiri né færri en sex fjölmiðlakonur frá fjórum fjölmiðlum. Björg Magnúsdóttir er fyrir hönd RÚV, undirrituð fyrir mbl.is, K100 og Morgunblaðið. Frá Vísi eru þær Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir og frá Fréttablaðinu Ingunn Lára Kristjánsdóttir og Nína Richter.

Ísland komust áfram.
Ísland komust áfram. AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.