Allir sammála um úkraínskan sigur

Úkraínska hljómsveitin Kalush Orchestra á sviðinu á þriðjdagskvöld.
Úkraínska hljómsveitin Kalush Orchestra á sviðinu á þriðjdagskvöld. AFP

Allir þeir sem blaðamaður hefur rætt við undanfarna daga í Tórínó á Ítalíu eru sammála um að allt stefni í úkraínskan sigur í Eurovision söngvakeppninni. Eðlilega ber það á góma í nær hverju einasta samtali hér í Eurovisionbúbblunni í Tórínó hver muni vinna keppnina og segja allt frá íslenskum Eurovisionnördum til ítalskra leigubílstjóra að sigurinn verði Úkraínu ár. 

Blaðamaður hefur verið á þeytingi um alla borg í dag, annað hvort fótgangandi, á hlaupahjóli eða í leigubíl. Íslenskir Eurovisionnördar sem hittust á torgi við ánna Pó síðdegis í dag töldu Úkraínumenn líklegast vinna á laugardaginn. Norsku Eurovisionnördarnir sem blaðamaður hitti í Eurovisionþorpinu fyrr í dag voru einnig sammála um að Úkraína væru sigurstranglegastir.

Í Eurovisionþorpinu í Valentinogarðinum í Tórínó er búið að mála …
Í Eurovisionþorpinu í Valentinogarðinum í Tórínó er búið að mála stjörnur fyrir öll löndin. Mikil umferð er í kringum úkraínsku stjörnuna. mbl.is/Sonja Sif

Hversu kalt er á Íslandi?

Leigubílstjórinn sem ók blaðamanni í Pala Olimpico höllina var helst upptekinn af því hversu kalt væri á Íslandi núna og ákvað blaðamaður ekki að fara út í raunverulegt hitastig í dag heldur laug því blákalt að það væru svona 5 til 10 gráður á Íslandi núna. Enda 28 gráður hér í Tórínó í dag og heimamenn í síðbuxum og peysum. Téður leigubílstjóri var þó viss um úkraínskan sigur í Eurovision og sagði lagið gott. 

Systkinin íslensku, Sigríður, Elísabet, Elín og Eyþór Eyþórsbörn spá meira að segja Úkraínu sigri og sögðu lagið vera þrælgott.

Veðbankar eru sammála því sem viðmælendur hafa sagt síðustu daga, en það verður þó að koma í ljós þegar á hólminn er komið á laugardag hvort sigurinn verði Úkraínu. Það er ekkert ný til komið að Úkraína sé efst í veðbönkum, en þeim hefur verið spáð sigri síðan Rússland réðst inn í landið í lok febrúar. 

Hvað gerist ef Úkraína vinnur keppnina er óljóst að svo stöddu en Eurovisionspekingar segja líklegt að eitt stóru landanna fimm muni bjóðast til að halda keppnina að ári, sama hvort stríðinu í Úkraínu ljúki á morgu eða eftir tvö ár.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.