Ein og flott, ein og flott

Dua Lipa er einhleyp.
Dua Lipa er einhleyp. AFP

Tónlistarkonan Dua Lipa ætlar að einbeita sér að sjálfri sér á næstunni. Lipa sem hætti með kærasta sínum í fyrra er að æfa sig í að vera ein og ánægð með sjálfa sig. Hún vill vera viss um að hún sé sjálfri sér nóg. 

„Næsti kafli snýst um að vera ánægð með að vera ein með sjálfri mér,“ sagði Lipa í forsíðuviðtali Vogue. Hún er virkilega að meina það sem hún segir og hefur æft sig með því að fara á stefnumót með sjálfri sér í New York. 

Lipa greindi frá þessu í bréfi til aðdáenda og á meðan sumum fannst ómerkilegt að fara út að borða án félaga fannst Lipa skrefið stórt. „Mér finnst það frábært ef þú ert alltaf að þessu. Þú hlýtur að vera með svo mikið sjálfstraust. En þetta var stórt skref fyrir mig. Ég var stressuð, ég meina hvað átti ég að gera? Ég vildi ekki vera í símanum mínum,“ sagði Lipa sem ætlar næst að fara ein í bíó. 

Í lok síðasta árs fréttist af sambandssliti hennar og kærasta hennar til tveggja ára. Fyrrverandi kærasti Lipa er fyrirsætan Anwar Hadid, litli bróðir Gigi og Bellu Hadid sem eru einmitt eftirsóttustu fyrirsætur í heimi. 

Tónlistarkonan Dua Lipa.
Tónlistarkonan Dua Lipa. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.