Flytur inn með kærastanum

Söngkonan Adele flytur inn með kærastanum.
Söngkonan Adele flytur inn með kærastanum. AFP/Niklas Halle'n

Söngkonan Adele og umboðsmaðurinn Rick Paul hafa tekið sambandið sitt á næsta stig. Þau hafa fest kaup á fasteign sem var áður í eigu leikarans Sylverster Stallone. Adele birti myndir af sér og kærastanum fyrir framan nýja húsið. Eignin er í Beverly Hills hverfinu í borginni Los Angeles. Hún á nokkrar eignir í borginni nú þegar. 

Parið byrjaði að stinga saman nefjum snemma árs 2021 eftir að hafa kynnst í afmæli hjá sameiginlegum vini. Parið virðist vera yfir sig hamingjusamt og Adele segir að þetta sé í fyrsta skiptið sem hún hefur verið opin fyrir því að elska og verið elskuð tilbaka. 

Adele var áður gift Simon Konecki þau voru saman í sjö ár. Þau eiga saman einn 10 ára son sem heitir Angelo James. 

View this post on Instagram

A post shared by Adele (@adele)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.