Rebel Wilson komin á fast

Ástralska leikonan Rebel Wilson hefur fundið ástina.
Ástralska leikonan Rebel Wilson hefur fundið ástina. AFP/Frazer Harrison

Ástralska leikkonan Rebel Wilson er komin í sambandi. Hún greinir frá þessu i hljóðvarpsviðtali í þættinum U Up? Wilson segist hafa verið á stefnumótaforritinu Raya en það hafi ekki gengi vel. Hún og nýi kærastinn kyntust í gegnum sameiginlegan vin.  

„Ég er hamingjusöm í sambandi,“ segir Wilson um líðan sína í dag. Hún greinir ekki frá því hver nýji maðurinn er. „Hann er búinn að þekkja okkur bæði í meira en fimm ár og honum datt í hug að við ættum samleið, sem við eigum,“ segir leikkonan þegar hún er spurð hvernig samband þeirra byrjaði. Hún segir að henni hafi fundist auðveldara að opna sig við kærastann sinn þar sem hún vissi að hún gæti treyst honum. 

Leikkonan hætti með fyrrverandi kærastanum sínum Jacob Busch í Febrúar 2021. Wilson og Busch höfðu aðeins fjórum mánuðum áður opinberað samband sitt á Instagram.

Rebel Wilson þurfti að finna heildstæða nálgun að bættri heilsu. …
Rebel Wilson þurfti að finna heildstæða nálgun að bættri heilsu. Hún hreyfði sig alltaf mikið en matarræðið var í rúst. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.