Sagður borga henni háar fjárhæðir

Charlene hefur verið dugleg að mæta á viðburði undanfarið. Fjölmiðlar …
Charlene hefur verið dugleg að mæta á viðburði undanfarið. Fjölmiðlar segja það vegna þess að hún fær ríkulega greitt fyrir það samkvæmt samningi. Skjáskot/Instagram

Albert Mónakóprins er sagður borga eiginkonu sinni Charlene prinsessu háar fjárhæðir ár hvert til þess að sinna sínum konunglegum skyldum.

Evrópskir miðlar halda því fram að Albert hafi skrifað undir leynilegan samning þess efnis að Charlene fái greiddar um 12 milljónir evra ár hvert fyrir að uppfylla þær konunglegu skyldur sem henni ber. Albert sé mjög annt um að hún sjáist reglulega við hlið hans en þrálátar sögusagnir hafa verið uppi um misheppnað hjónaband þeirra.

Konunglegir meðlimir Mónakó ríkis eru ekki á launum þannig að Charlene er upp á Albert komin hvað varðar eigin fjárútlát. Albert sjálfur er þó mjög ríkur.

Heimildarmaður í Monte Carlo segir að þó að prinsessan njóti mikilla fríðinda þá liggur hún ekki endilega á reiðuféi til þess að ráðstafa sjálf.

„Hún hefur gengið í gegnum mjög erfiða tíma þannig að það væri skynsamlegt af henni að reyna að tryggja eigin afkomu.“

Heimildamenn nærri konungsfjölskyldunni hafa hins vegar hafnað þessum fréttum. Þau segja að Albert prins þurfi ekki að borga fyrir að sjást með konunni sinni. „Charlene er ánægð að vera komin aftur í faðm fjölskyldunnar og þau verja öllum helgum saman á sveitasetri sínu. Þá er Albert mjög stuðningsríkur gagnvart henni og er að aðstoða hana við góðgerðarstörf.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson