Systur aftur upp í veðbönkum

Systur mynduðu hjarta með höndunm í lok lagsins.
Systur mynduðu hjarta með höndunm í lok lagsins. AFP

Systrum er nú spáð 20. sæti í Eurovision söngvakeppninni sem fer fram á morgun, laugardag. Systur hafa hægt og rólega færst ofar í veðbönkum í vikunni en keppendur frá 25 löndum munu flytja lög sín á morgun. 

Ísland er númer 18 í röðinni á morgun en Eurovision hefst klukkan 19. Hægt verður að fylgjast með keppninni á YouTube síðu Eurovision og einnig á Rúv og Rúv 2, en skipt verður yfir á kosningavöku Rúv þegar styttir fyrstu tölur í sveitarstjórnarkosningunum sem fara einnig fram á morgun. Þau sem vilja bara fylgjast með Eurovision ættu því að halda sig við YouTube-rásina eða Rúv 2, en útsendingin á YouTube er meðal annars aðgengileg í snjallsjónvörpum og AppleTV. 

Hjartað táknar von

Systur luku atriði sínu á að mynda hjarta með fingrunum á þriðjudag. Hjartað er tileinkað Úkraínu og táknar von að því er fram kemur í fréttatilkynningu nú í morgun. 

„Við verðum að sýna stuðning við þau sem búa við stríðsástand. Hjartað táknar von,“ sagði Sigga. Systur telja tónlist geta læknað öll mein og ákváðu að beina athyglinni að málefnum transbarna. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að standa með þeim og tryggja mannréttindi þeirra,“ sagði Elín, sem skilgreinir sem skilgreinir sig sem „gender fluid“ sem þýðir að kynvitund hennar er breytileg. 

„80 prósent transbarna íhuga að taka sitt eigið líf, 40 prósent reyna það,“ segir Sigga en hún er móðir transbarns, og leggur áherslu á að foreldrar geti lækkað líkur á sjálfskaðandi hegðun barna sinna með því að elska þau skilyrðislaust.

Framundan í dag eru tvö rennsli hjá íslenska hópnum. Fyrst klukkan 11 að íslenskum tíma og svo er dómararennsli klukkan 19 í kvöld. Á morgun er svo síðasta rennsli fyrir keppni klukkan 11:30.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er skynsamlegt að hafa fyrirvara á því sem aðrir hvetja þig til að taka þér fyrir hendur. Þú lifir fyrir augnablikið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er skynsamlegt að hafa fyrirvara á því sem aðrir hvetja þig til að taka þér fyrir hendur. Þú lifir fyrir augnablikið.