„Þetta byrjaði allt á Mogganum“

Ragnar Birkir Björnsson og Sigrún Einarsdóttir í Eurovisionþorpinu í Valentinogarðinum …
Ragnar Birkir Björnsson og Sigrún Einarsdóttir í Eurovisionþorpinu í Valentinogarðinum í Tórínó í gær. mbl.is/Sonja Sif

Segja má að yfirstandandi Eurovisionævintýri Íslands hafi í raun og veru byrjað allt á Morgunblaðinu, eða svona næstum því, að sögn Ragnars Birkis Björnssonar eiginmanns Sigrúnar Einarsdóttur, móður söngkonunnar Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttur sem er betur þekkt sem Lay Low. Sigrún og Ragnar eru stödd í Tórínó um þessar mundir enda er Lovísa þeirra höfundur lagsins Með hækkandi sól sem er framlag Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár. 

Blaðamaður rakst óvænt á hjónin í 28 gráðunum í Eurovisionþorpinu í gær og þegar hann sagðist vera á vegum Morgunblaðsins sagði Ragnar: „Þetta byrjaði allt á Mogganum“. Þau Ragnar og Sigrún söfnuðu nefnilega fyrir fyrsta píanóinu sem Lay Low fékk með því að bera út Morgunblaðið. Á sama tíma vann Sigrún í bókhaldinu hjá Morgunblaðinu. 

„Hún lærði fyrst á píanó, og svo auðvitað gítar og bassa og allt það. En þetta byrjaði á píanóinu sem við keyptum fyrir peningana sem við fengum fyrir útburð á Morgunblaðinu,“ segja hjónin.

Öll fjölskyldan skellti sér út

Sigrún og Ragnar ákváðu að drífa sig út til styðja við bakið á íslenska hópnum og svo gott sem öll fjölskyldan og tengdafjölskylda Lay Low ákvað að drífa sig út. Þau gista öll saman í íbúð í borginni. 

„Við vorum ekkert stressuð. Bara að njóta í botn,“ segir Sigrún um þriðjudagskvöldið þegar Systur komust áfram upp úr undankeppninni. Ragnar segir árangurinn ekkert hafa komið þeim á óvart. 

Fjölskylda og tengdafjölskylda Lay Low ákvað að skella sér út …
Fjölskylda og tengdafjölskylda Lay Low ákvað að skella sér út til Tórínó. Eggert Jóhannesson

Sigrún og Ragnar voru í höllinni á þriðjudag og verða á laugardag. Þau eru sammála um að upplifunin að vera í höllinni sé algerlega mögnuð og að lagið hreyfi alltaf við þeim. 

„Bara að vera á staðnum þegar lagið er sungið í gegn. Það er eitthvað við þetta lag. Alltaf þegar ég heyri það þá brest ég í grát, líka þegar ég heyrði það fyrst. Það er eitthvað sérstak sem gerist,“ segir Sigrún.

„Við erum svo róleg, en á sama tíma erum við með mjög góða tilfinningu fyrir þessu,“ segir Sigrún spurð hvernig þeim líði fyrir laugardaginn. Hún bendir á að Systur hafi unnið mikið á síðustu vikur og að þær hafi skotist upp í veðbönkum. Þau hafi því ekki miklar áhyggjur af þessu.

Úrslitakvöld Eurovision söngvakeppninnar fer fram annað kvöld og hefst útsending klukkan 19:00.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.