Yfir 50.000 gestir á Níu líf

Halldóra Geirharðsdóttir túlkar Egó-Bubba og Hjörtur Jóhann Jónsson er Edrú-Bubbi …
Halldóra Geirharðsdóttir túlkar Egó-Bubba og Hjörtur Jóhann Jónsson er Edrú-Bubbi í Bubbasöngleiknum Níu líf. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Um helgina er von á fimmtíuþúsundasta gestinum á stórsöngleikinn Níu líf í Borgarleikhúsinu og hundraðasta sýningin verður sýnd í byrjun júní. Ekkert lát er á vinsældum Níu lífa enda er uppselt á allar sýningar þessa leikárs og eru sýningar haustsins komnar í sölu.

Vinsældir sýningarinnar, sem fjallar um ævi Bubba Morthens, koma ef til vill ekki á óvart enda er Bubbi einskonar þjóðareign okkar Íslendinga og allir hafa skoðun á honum og tónlistinni hans. 

„Þetta hefði svo auðveld­lega getað farið illa. Þetta hljómaði eins og ansi hæp­in hug­mynd þegar hún var kynnt: að búa til söng­leik byggðan á ævi og tónlist Bubba Mort­hens,“ svona hófst leikdómur Þorgeirs Tryggvasonar í Morgunblaðinu. Hann komst að þeirri niðurstöðu að þetta fór alls ekki illa, í rauninni bara nokkuð vel og gaf uppfærslunni fimm stjörnur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson