Af hverju er Mika í Eurovision?

Mika er einn af þremur kynnum í Eurovision í Tórínó …
Mika er einn af þremur kynnum í Eurovision í Tórínó á Ítalíu. AFP

Tónlistarmaðurinn Mika er einn af kynnum í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Tórínó á Ítalíu um þessar mundir. Mika naut gríðarlegra vinsælda fyrir um fimmtán árum og því þykir mörgum ansi skondið að sjá honum bregða fyrir núna. 

Mika er breskur ríkisborgari en er ættaður frá Líbanon. En hvað er maðurinn að gera sem kynnir í Eurovision spyrja margir sig. 

Tónlistarmaðurinn, sem sló í gegn með lögunum Grace Kelly og Relax (Take it Easy) á árunum 2006 og 2007, hefur verið búsettur á Ítalíu síðan árið 2013 og á hús og stúdíó í Toskana héraði.

Mika hefur raunar notið mikilla vinsælda á Ítalíu undanfarin ár og meðal annars tekið þátt í ítalska X-Factor. Þá ákvað hann að læra ítölsku til að geta komið fram í þáttunum. Mika er mikill Eurovision aðdáandi og hefur fylgst með keppninni frá því hann var lítill strákur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson