Felix í góðum fíling fyrir kvöldið

Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovisionhópsins, segist hafa góða tilfinningu fyrir kvöldinu og að Systrum muni ganga gríðarlega vel. Hann er þakklátur fyrir hversu vel hefur gengið og fyrir allan stuðninginn. 

Blaðamaður hitti Felix í blaðamannahöllinni í Tórínó í dag eftir síðasta rennsli fyrir keppni. Hann segir íslenska atriðið vera algjört sjónvarpsatriði og hefur heyrt frá dómnefndinni heima að atriðið komi mjög vel út í sjónvarpinu. 

Felix sagði enn fremur vera þakklátur fyrir að enginn hafi greinst með kórónuveiruna líkt og á síðasta ári. Hann hefur sofið mun betur eftir að ákveðið var að hætta að skima fyrir veirunni á 72 klukkustunda fresti hérna úti en sú ákvörðun var tekin vegna þess hve fá smit höfðu greinst. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.