Systur sveipaðar transfánanum á síðustu æfingu

Systur voru sveipaðar transfánanum í síðasta rennsli fyrir keppni.
Systur voru sveipaðar transfánanum í síðasta rennsli fyrir keppni. EBU / CORINNE CUMMING

Sigga, Beta og Elín voru ekki klæddar í sín hefðbundnu sviðsföt á síðasta rennsli fyrir keppni í dag. Sveipuðu þær sig transfánanum og klæddust bolum með friðarmerkinu í litum transfánans.

Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, segir að þær muni klæðast sínum hefðbundu búningum á sviðinu í kvöld.

Í gegnum keppnina hafa Systur vakið athygli á málefnum transbarna, en Sigga er sjálf móðir transbarns. Þær hafa einnig vakið athygli á stríðinu í Úkraínu og barist fyrir friði. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða í vissu máli þó þú sért með hjartað í buxunum. Börn koma mikið við sögu í dag.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða í vissu máli þó þú sért með hjartað í buxunum. Börn koma mikið við sögu í dag.