Úkraína sigurvegarar Eurovision 2022

Kalush Orchestra vann fyrir hönd Úkraínu í ár.
Kalush Orchestra vann fyrir hönd Úkraínu í ár. AFP

Úkraína eru sigurvegarar Eurovision-söngvakeppninnar í ár. Ekki er ljóst hvar mun keppnin fara fram á næsta ári vegna stríðsins í landinu.

Úkraína hlaut alls 631 stig. Eftir stigagjöf dómnefnda leit ekki út fyrir að úkraínska framlagið myndi berjast um sigurinn en Bretland og Svíþjóð höfðu þá lengi skipað efstu tvö sætin. 

Þegar stig áhorfenda komu í ljós, alls 439 talsins, skaust Úkraína þó langt fyrir ofan Bretland og Svíþjóð. Dynjandi fagnaðarlæti fylgdu stigagjöfinni og svo virtist sem þakið ætlaði að rifna af höllinni í Tórínó.

Alls gat Úkraína mest fengið 468 stig frá áhorfendum í Evrópu. Hefur framlag landsins því mjög víða verið í efsta sæti símakosningarinnar.

Unnu í þriðja sinn

Hljómsveitin Kalush Orchestra flutti lagið Stefania fyrir hönd Úkraínu í ár.

Þetta er í þriðja skipti sem Úkraína vinnur keppnina, fyrst árið 2004 þegar Ruslana vann með laginu Wild Dances og svo árið 2016 þegar Jamala vann með laginu 1944.

Ísland lenti í 23. sæti í keppninni í ár og hlaut alls 20 stig.

Spáð sigri síðan Rússland réðst inn í landið

Frá því að Rússland réðst inn í Úkraínu í lok febrúar hefur Úkraínu verið spáð sigri. Þá hafði varla helmingur landa í Evrópu valið framlag sitt í keppnina í ár. 

Spár veðbanka gengu því eftir í þetta sinn.

Liðsmenn Kalush Orchestra fengu sérstakt leyfi til að taka þátt í Eurovision í ár, en herskylda er fyrir alla karlmenn eldri en 18 í landinu. 

Málefni Úkraínu hefur borið á góma í fjölda viðtala í keppninni í ár líkt og Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, sagði í viðtali við mbl.is fyrr í dag. 

mbl.is
Vika 22 Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Búðu þig undir að þurfa að aðlagast breytingum en láttu þér ekki detta í þetta ástand haldist óbreytt um alla eilífð. Einhver setur þér stólinn fyrir dyrnar.
Vika 22 Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Búðu þig undir að þurfa að aðlagast breytingum en láttu þér ekki detta í þetta ástand haldist óbreytt um alla eilífð. Einhver setur þér stólinn fyrir dyrnar.