Varð „starstruck“ þegar hún hitti Jon Ola Sand

Eva Sólrún Þorsteinsdóttir hitti Jon Ola Sand fyrrveradni framkvæmdastjóra Söngvakeppni …
Eva Sólrún Þorsteinsdóttir hitti Jon Ola Sand fyrrveradni framkvæmdastjóra Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2019. Ljósmynd/Aðsend

Eva Sólrún Þorsteinsdóttir er 20 ára starfsmaður í póstmiðstöð Póstsins. Hún er mikill aðdáandi Eurovision og bíður spennt eftir laugardagskvöldinu þegar keppnin fer fram í Tórínó á Ítalíu. 

„Ég fæddist inn í Eurovision-fjölskyldu þannig að síðan ég man eftir mér þá hefur alltaf verið mikil stemmning í kringum keppnina. Sylvía Nótt keppti fyrir Ísland þegar ég var fjögurra ára og það er svona fyrsta stóra minningin mín frá Eurovision. Ég söng það á fullu í leikskólanum og svo meðan á keppninni stóð,“ segir Eva og brosir.

Hún segist vera búin að fylgjast með Eurovision alla tíð síðan og bíður spennt eftir því að maí gangi í garð því það er Eurovision mánuðurinn. „Jól og Eurovision eru hápunktar ársins hjá mér. Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með keppninni. Það er fjölbreytileikinn sem er svo skemmtilegur. Það eru ólík lög frá mismunandi menningarheimum Evrópu og það gerir þetta svona skemmtilegt. Hallærislegu lögin í bland við þau góðu. Mér finnst gaman að sjá hvernig þjóðirnar nýta sviðið og sviðsetningin skiptir svo miklu máli. Þetta er svo mikil list í sjálfu sér,“ segir hún.

„Mér finnst lögin í ár annað hvort flokkast sem rugl eða róleg lög. Það er oft gaman að rugllögunum eins og Moldóvu í ár. Uppáhaldslögin mín í keppninni núna eru frá Noregi og Ítalíu. Auðvitað held ég með Íslandi og vona að við náum langt á laugardagskvöldið. Það var gríðarlega skemmtilega að sjá Ísland fara áfram á þriðjudagskvöldið og það gerir úrslitakeppnina auðvitað miklu meira spennandi.“

Eva er ánægð með norska framlagið í ár.
Eva er ánægð með norska framlagið í ár. AFP

Grande Amore uppáhaldslagið

Aðspurð út í uppáhaldslögin í Eurovision í gegnum tíðina svarar hún: „Mér finnst öll vinningslögin hafa verið mjög flott en ítalska lagið frá 2015 Grande Amore er án efa uppáhaldslagið mitt. Það er gríðarlega flott lag. Af íslensku Eurovision lögunum fyrir utan Congratulations með Sylvíu Nótt er This Is My Life með Eurobandinu og ekki má gleyma Daða okkar,“ segir hún.

Eva heldur með Íslandi eins og sést á förðuninni.
Eva heldur með Íslandi eins og sést á förðuninni. Ljósmynd/Aðsend

Eva hefur aldrei farið út á aðalkeppnina en segir að það sé stefnan þegar hún er orðin aðeins eldri. „Það er draumurinn að fara út og það kemur að því fyrr en síðar. Ég hef samt farið á úrslitakeppnirnar hér heima og hitti meira segja Jon Ola Sand árið 2019. Ég varð alveg „starstruck“ að hitta hann. Ég fékk mynd af mér með honum sem verður alltaf ein af mínum bestu minningum.

Ég er byrjuð að söngla Eurvosion-lögin þegar ég mæti í vinnuna klukkan átta á morgnana í póstmiðstöðina. Ég reyni að poppa upp Eurovision stemninguna og það gengur bara vel enda hefur samstarfsfólk mitt líka að sjálfsögðu gaman af keppninni. Við ræðum keppnina fram og til baka í pásunum og förum yfir hvað okkur finnst um lögin í keppninni. Það er bara gaman að þessu,“ segir Eva sem ætlar að fylgjast með Eurovision-keppninni á laugardagskvöldinu í léttu teiti með fjölskyldunni og vinafólki.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hitt fyrir manneskju sem heillar þig algerlega upp úr skónum í dag. Reyndu að temja þér ráðkænsku og háttvísi í samtölum við maka og nána vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hitt fyrir manneskju sem heillar þig algerlega upp úr skónum í dag. Reyndu að temja þér ráðkænsku og háttvísi í samtölum við maka og nána vini.