Katrín „steinhissa“ á gengi Íslands

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. AFP

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst furða sig á því að framlag Íslands hefði ekki endað ofar í Eurovision-söngvakeppninni í Tórínó í ár.

Í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í ríkissjónvarpinu sagðist hún hafa kosið Systur í keppninni hér heima. „Ég er bara steinhissa,“ sagði hún um úrslit kvöldsins.

Ísland hafnaði í 23. sæti í keppninni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, benti á að þetta væri ekki í síðasta skiptið sem Ísland tæki þátt í Eurovision.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók þá fram að von væri á betra gengi Íslands síðar, og kvaðst einnig fagna góðum sigri Úkraínu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hafa neinar áhyggjur þó að þú sért ekki alveg með á nótunum í dag. Ekki láta aðra fara í þínar fínustu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hafa neinar áhyggjur þó að þú sért ekki alveg með á nótunum í dag. Ekki láta aðra fara í þínar fínustu.