Þakklátir Úkraínumenn fara heim í stríð

Liðsmenn Kalush Orchestra segjast reiðubúnir til að taka upp vopn …
Liðsmenn Kalush Orchestra segjast reiðubúnir til að taka upp vopn við heimkomu. AFP

Liðsmenn sveitarinnar Kalush Orchestra voru þakklátir fyrir stuðning Evrópu á blaðamannafundi eftir Eurovision-söngvakeppnina nú í kvöld. Þeir sögðu að of snemmt væri að tala um hvort annað ríki Evrópu gæti haldið keppnina fyrir Úkraínu að ári og að þeir myndu gera sitt allra besta til þess að halda keppnina sjálfir heima. 

Þakklæti og hlýhugur var áberandi á blaðamannafundinum og fékk einn blaðamaður að fara upp á svið og faðma liðsmenn sveitarinnar. 

Selenskí ekki hringt

Spurðir hvort Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, væri búinn að hafa samband við sveitina og óska þeim til hamingju sögðu þeir svo ekki vera. Oleh Psiuk sagðist enn fremur ekki enn hafa heyrt í móður sinni, en hann samdi sigurlagið Stefania um hana. 

Psiuk sagðist ekki vita hvað tæki við þegar þeir kæmu heim til Úkraínu en að þeir væru reiðubúnir að berjast. Fengu þeir sérstakt leyfi frá stjórnvöldum til að taka þátt í Eurovision og gildir leyfið í tvo daga í viðbót. Þá halda þeir heim í faðm ástvina. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.