Sönn saga eiturlyfjabarónsins Claus Malmqvist

Viking – Fall of a Druglord.
Viking – Fall of a Druglord.

Claus Malmqvist er aðeins einu skrefi frá því að ná markmiði sínu sem vellauðugur fasteignamógúll í Brasilíu þegar slæm ákvörðun úr fortíðinni verður til þess að glæpaveldi hans hrynur til grunna. Malmqvist er betri maður í dag og segir sögu sína í þáttunum The Viking – Fall of a Druglord á Viaplay. 

Flókin atburðarrás fer af stað þegar heimur Malmqvist hrynur. Kim vinur hans er drepinn, lögreglurannsókn fer í gang og skyndilega missir hann allt; milljónirnar, eiginkonu, syni og fjölskyldu. 16 árum síðar og laus úr fangelsi er hann breyttur maður og til í að segja sögu sína. Sonur hans verður að heyra sannleikann um föður sinn. Þegar blaðamaðurinn Jeppe Facius kafar ofan í söguna kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist. Langt því frá. Í heimildadramanu The Viking – Fall of a Druglord er ósögð saga eiturlyfjabarónsins Claus Malmqvist sögð í fjórum þáttum. 

Í yfir fimmtán ár hefur Cavling-verðlaunablaðamaðurinn Jeppe Facius rannsakað Claus Malmqvist og allan þann tíma reynt að fá hann til að leysa frá skjóðunni. Malmqvist féllst loksins á röð viðtala þar sem Facius fékk svör við spurningum sem áður hefur verið fullkomlega ósvarað, í þeim tilgangi að leiða afleiðingar gjörða Malmqvist fram í dagsljósið. 

„Í 16 ár hef ég reynt að komast að því hversu stór smyglari Claus Malmqvist var í raun og veru. Nú hef ég loksins fengið tækifæri til að kafa beint í söguna, skoða allt sem gerðist og hvaða afleiðingar það hefur haft. Ég get einungis upplýst að sá veruleiki sem við blasir gengur svo miklu lengra en það sem ég gat nokkurn tímann ímyndað mér“, segir Jeppe Facius.

Saga Malmqvist teygir anga sína frá Brasilíu og Marokkó yfir til Amsterdam, Malaga og Barcelona, allt til Kaupmannahafnar og Óslóar. Auk höfuðpaursins Malmqvist, sem berst við syndir fortíðar á sama tíma og hann reynir að byggja upp nýtt líf sem danskur fjölskyldufaðir, koma annars vegar við sögu bandaríska mafían, brasilísk glæpagengi, marokkósk ættarveldi og kínverskir eiturlyfjahringir – og hinsvegar danska lögreglan, Interpol og ameríska eiturlyfjalögreglan DEA.

Þættirnir eru blanda af heimildamynd og leiknu efni þar sem hlutar sögunnar eru endurgerðir með leikurum, byggðir á ýmsum vitnisburðum, sönnunargögnum og lykilheimildum. Í hlutverki hins unga Claus Malmqvist er hinn 27 ára gamli danski leikari Alex Høgh Andersen. 

„Mér fannst verkefnið sérstaklega áhugavert vegna þess að formið var öðruvísi en allt sem ég hef unnið við áður eða séð. Að sjá Claus segja syni sínum í eigin persónu hvers vegna hann hafi verið svona lélegur faðir. Það er tekið upp eins og um leikna bíómynd sé að ræða, það gefur atriðinu einhverja ekta tilfinningu sem sjaldan sést í kvikmyndaheiminum. Þetta kveikti algjörlega á kvikmyndanördgeninu í mér. Mér hefur alltaf fundist þetta samspil heimildamynda og skáldskapar gríðarlega spennandi og varð því einfaldlega að fá að vera með. Auk þess er alltaf áhugavert að leika raunverulegt fólk sem er enn á líf – og enn meira spennandi þegar um karakter eins og Claus Malmqvist er að ræða,“ segir Alex Høgh Andersen um þátttöku sína í þáttunum. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unni Lindell
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu, sem hefur lengi verið að brjótast um í þér. Njóttu þess svo að daðra í kvöld - þú ert æsandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unni Lindell
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu, sem hefur lengi verið að brjótast um í þér. Njóttu þess svo að daðra í kvöld - þú ert æsandi.