17,5 ár í fangelsi fyrir að hafa orðið Miller að bana

Stephen Walter hefur verið dæmdur í 17,5 ár í fangelsi …
Stephen Walter hefur verið dæmdur í 17,5 ár í fangelsi fyrir að hafa selt rapparanum Mac Miller banvænan skammt af fíkniefnum. AFP

Dómari í Bandaríkjunum dæmdi hinn 49 ára gamla Stephen Walter til 17,5 ára fangelsisvistar fyrir að hafa selt rapparanum Mac Miller banvænan skammt af lyfinu Fentanyli árið 2018. Walter hafði áður játað sekt sína fyrir dómara og samið um 17 ára fangelsisdóm.  

Dómarinn hafnaði hins vegar samningnum vegna þess að Walter hélt áfram að selja fíkniefni, þar á meðal kókaín og hinar svokölluðu bláu töflur eftir andlát Millers. Miller lést í september 2018 en Walter var ekki handtekinn fyrr en árið 2019. Seldi hann fíkniefnin allt þar til hann var handtekinn samkvæmt rannsókn lögreglu.

Walter er annar maðurinn til að hljóta þungan fangelsisdóm fyrir andlát Millers en fíkniefnasalinn Ryan Reavis var dæmdur í tæplega 11 ára fangelsi vegna þess í síðasta mánuði.

Efnin sem Walter og Reavis seldu Miller eru talin gríðarlega hættuleg. Bláu töflurnar svokölluðu eru Oxycodone-töflur sem hefur verið blandað saman við Fentanyl. Ópíóíðalyfið Fent­anyl er fimm­tíu sinn­um sterk­ara en Oxycodo­ne og meðal ann­ars gefið krabba­meins­veik­um. Auk bláu taflanna seldu þeir honum kókaín og Xanax. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægisdóttir
2
Unni Lindell
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu, sem hefur lengi verið að brjótast um í þér. Njóttu þess svo að daðra í kvöld - þú ert æsandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægisdóttir
2
Unni Lindell
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu, sem hefur lengi verið að brjótast um í þér. Njóttu þess svo að daðra í kvöld - þú ert æsandi.