„Ég hef gert svo mörg mistök“

Keith Urban breytti um lífstíl snemma í hjónabandi sínu og …
Keith Urban breytti um lífstíl snemma í hjónabandi sínu og Nicole Kidman. AFP

Rokkstjarnan Keith Urban lifir rólegu fjölskyldulífi með eiginkonu sinni, leikkonunni Nicole Kidman. Urban hefur ekki alltaf verið fyrirmyndarfjölskyldufaðir en hann hætti að djamma til að verða tveggja barna faðir. 

„Ég geri enn skrítin mistök en ekkert á borð við þau sem ég gerði áður fyrr. Í dag kem ég auga á vandamálin áður en allt springur,“ sagði Urban á vef The Sun

Þótt staða fjölskyldunnar sé góð er árangurinn ekki sjálfgefinn. Hann segir að það þurfi að hlúa vel að jafnvæginu á milli einkalífs og vinnu. Urban fór nokkrum sinnum í meðferðir við fíknivanda sínum þegar hann var yngri. Hann fór síðast í meðferð árið 2006, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann kvæntist Kidman. 

Hann gerir allt til þess að lifa heilbrigðu lífi í dag. „Ég vil spila í marga klukkutíma á sviði án þess að hafa fyrir því og samt líða vel daginn eftir,“ segir Urban. 

„Lífið er allt öðruvísi núna. Ég er að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir börnin, ég veit ekki enn hvort mér er að takast það,“ sagði Urban sem á tvær dætur með Kidman sem eru 13 ára og 11 ára. Hann er með skilaboð til þeirra.

„Ég hef gert svo mörg mistök en hver og einn þarf að finna sína leið í lífinu. Skilaboðin mín til þeirra er að gera það sem þær eru með ástríðu fyrir. Mér er sama hvað það er, svo lengi sem þær leggi mikið á sig til að árangri,“ sagði Urban um dætur sínar. Sagði hann og eiginkonu sína hafa þurft að leggja mikið á sig. 

Nicole Kidman og Keith Urban.
Nicole Kidman og Keith Urban. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant