„Hann veit að hann lýgur“

Leikkonan Amber Heard í réttarsalnum í gær.
Leikkonan Amber Heard í réttarsalnum í gær. AFP

Leikkonan Amber Heard segist ekki hafa stofnað til rifrilda og slagsmála á milli hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar Johnny Depp á meðan þau voru gift. Hún segist hafa varið sig þegar hún gat, eftir að hafa ekki varið sig gegn ofbeldinu í mörg ár. 

Í gær var síðasti dagurinn sem Heard bar vitni í réttarsalnum í Fairfax í Virginíuríki þar sem meiðyrðamál Depps gegn Heard er tekið fyrir um þessar mundir. Depp höfðaði mál gegn fyrrverandi eiginkonu sinni vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018 þar sem hún sagðist vera þolandi heimilisofbeldis. 

Heard nafngreindi Depp aldrei en hann hefur farið fram á 50 milljónir í skaðabætur. Hún hefur höfðað mál gegn honum sömuleiðis og fer fram á 100 milljónir í skaðabætur. Þetta er fimmta vikan af réttarhöldum en gert er ráð fyrir að þeim ljúki í næstu viku.

Johnny Depp á leið út úr réttarsalnum í gær.
Johnny Depp á leið út úr réttarsalnum í gær. AFP

Lögmenn Depps hafa haldið því fram í málflutningi sínum að Heard hafi verið ofbeldismanneskjan í sambandinu og að hún hafi lagt ítrekað hendur á Depp. Lögmenn Heard hafa hins vegar lagt áherslu á að Depp hafi ítrekað lagt hendur á hana. Vitnisburður þeirra beggja hefur endurspeglað þessar áherslur en Depp bar vitni fjóra daga í byrjun réttarhaldanna og nú hefur Heard borið vitni. 

„Ég hef aldrei ráðist á herra Depp eða aðra manneskju sem ég hef verið í ástarsambandi með,“ sagði Heard í gær á þessum 17. degi réttarhaldanna. „Er það þinn eiðsvarni vitnisburður, að þú slóst aldrei herra Depp að fyrra bragði?“ spurði Camille Vasquez, lögmaður Depps. 

„Ég reyndi að verja mig þegar ég gat. En það var eftir að hafa ekki gert það í mörg ár. Ég þurfti oft að nota líkama minn til að verja mig og í því fólst að slá til baka ef það þýddi að ég gat sloppið frá honum,“ sagði Heard.

Allan þann tíma sem Heard bar vitni leit Depp ekki á hana. Spurð af hverju hún teldi að hann hefði ekki litið á hana, svaraði hún: „Af því hann er sekur. Hann veit að hann lýgur.“

Amber Heard hefur lokið við vitnisburð sinn.
Amber Heard hefur lokið við vitnisburð sinn. AFP
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Peter Nyström, Peter Mohlin og Mohlin & Nyström

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ímyndunaraflið er af hinu góða ef menn kunna að hafa á því hemil og gera greinarmun á draumi og veruleika. Haltu einbeitingunni þótt þín sé ákaft freistað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Peter Nyström, Peter Mohlin og Mohlin & Nyström

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ímyndunaraflið er af hinu góða ef menn kunna að hafa á því hemil og gera greinarmun á draumi og veruleika. Haltu einbeitingunni þótt þín sé ákaft freistað.