Yngsta þingkona Bandaríkjaþings trúlofuð

AFP

Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez og vefhönnuðurinn Riley Roberts eru trúlofuð. Parið trúlofaðist í síðasta mánuði í Púertó Ríkó, en þau hafa ákveðið að bíða í að minnsta kosti mánuð með að hefja undirbúning fyrir brúðkaupið.

Ocasio-Cortez er þingkona demókrata í fulltrúadeildinni, en hún er yngsta kona sem náð hefur kjöri á Bandaríkjaþing

Parið hefur verið lengi saman, en þau kynntust þegar þau stunduðu nám við háskóla í Boston. Eftir námið skildi leiðir þeirra þó um tíma, en þau tóku svo aftur saman þegar þau hittust í New York þar sem þau búa núna ásamt hundinum sínum, Deco.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu fara lítið fyrir þér í dag, því öll óþarfa athygli fer illa í þig. Taktu þig á og farðu vel með sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu fara lítið fyrir þér í dag, því öll óþarfa athygli fer illa í þig. Taktu þig á og farðu vel með sjálfan þig.