Af stjörnuhimni í ræsið

Marianne Faithfull á hátindi ferils síns árið 1970.
Marianne Faithfull á hátindi ferils síns árið 1970. AFP

Leikin mynd um líf bresku söng- og leikkonunnar Marianne Faithfull hefur tafist úr hömlu og raunar ekkert af verkefninu að frétta í langan tíma. Aðstandendur þess eru hér með hvattir til að gyrða sig í brók enda söguefnið í meira lagi áhugavert.

Í ársbyrjun 2020 var blásið í lúðra og upplýst að til stæði að gera leikna kvikmynd um fyrstu árin á ferli bresku söng- og leikkonunnar Marianne Faithfull, þar sem sögusviðið myndi vera Lundúnir á ofanverðum sjöunda áratugnum – í allri sinni dýrð og ljóma. Aðdáendur tóku andköf víða um lönd, slepptu hárinu lausu og klæddu sig í hnéhá stígvélin til að búa sig undir veisluna. En þá brast á eitt stykki heimsfaraldur og framleiðslu myndarinnar var slegið á frest. Og aftur. Og aftur. Enn er ekkert að frétta af Faithfull, eins og myndin á einfaldlega að heita, og að því er næst veður komist eru tökur ekki einu sinni hafnar. Hvað þá meira.

Sjálf mjög spennt

Marianne Faithfull, sem orðin er 75 ára, beið sjálf spennt ef marka má ummæli sem rokktímaritið Rolling Stone hafði eftir henni snemma árs 2020. „Ég er hæstánægð með að saga mín verði loksins sögð og það af draumaliðinu, Lucy, Juliu and Ian.“

Þar á hún við leikstjórann Ian Bonhôte, framleiðandann Juliu Taylor-Stanley og framleiðandann og leikkonuna Lucy Boynton, sem leika á titilhlutverkið.

Breska leikkonan Lucy Boynton á að leika Marianne Faithfull.
Breska leikkonan Lucy Boynton á að leika Marianne Faithfull. AFP/Angela Weiss


Boynton brann í skinninu og sá meira að segja ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu um málið á sínum tíma. „Ég kolféll fyrir þessu verkefni um leið og ég las handritið, þannig að ég gæti ekki verið spenntari að fá tækifæri til að taka þátt í að segja sögu Marianne, bæði sem leikari og sem aðalframleiðandi í fyrsta sinn við hliðina á þessu frjóa teymi,“ sagði hún. „Ég get ekki beðið eftir að byrja.“

Við skulum vona að Boynton sé kona þolinmóð. Hún var 26 ára þegar þessi orð féllu, 28 ára í dag. Og sagan hefst þegar Faithfull er uppgötvuð í teiti hjá ofurgrúppunni The Rolling Stones, aðeins 17 ára gömul. Fyrsta breiðskífan kom út ári síðar og tvítug var Faithfull farin að láta að sér kveða í kvikmyndum. Einkalíf hennar vakti ekki minni áhuga pressunnar en kærasti hennar á þessum árum var enginn annar en Mick Jagger. Hafi Faithfull skotið hratt upp á stjörnuhimininn þá var fallið enn þá dramatískara en söngkonan læstist í fjötrum fíknar og bjó um tíma á götunni áður en hún kom aftur undir sig fótunum undir lok áttunda áratugarins. Ekki liggur fyrir hversu djúpt verður farið í þá sögu í myndinni eða hvort aðeins verður einblínt á geimskotið.

Eiginlega bara súrrealískt

Boynton sökkti sér á bólakaf í efnið og lýsir því með skemmtilegum hætti í samtali við tímaritið Vanity Fair hvernig það var að hitta Faithfull í fyrsta skipti í eigin persónu.

Mick Jagger og Marianne Faithfull voru heitasta parið í rokkheimum …
Mick Jagger og Marianne Faithfull voru heitasta parið í rokkheimum og þótt víðar væri leitað á ofanverðum sjöunda áratugnum. Þau hættu saman 1970. AFP


„Það var eins og að uppáhaldskarakterinn þinn úr bók vaknaði allt í einu til lífsins,“ sagði hún en fundum þeirra bar fyrst saman á tískusýningu í febrúar 2020. Tveimur mánuðum síðar var Faithfull hætt komin eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Náði sér þó aftur á strik. „Eftir að hafa varið mánuðum í að lesa um líf hennar var stórundarlegt að deila skyndilega með henni tíma og rúmi. Það var eiginlega bara súrrealískt.“

Þegar hér er komið sögu var búið að fresta tökum en Boynton tæklaði það bein í baki. „Ég reyni bara að líta á björtu hliðarnar á því enda gefur það okkur bara tækifæri til að undirbúa okkur betur og gera myndina enn þá betri.“

Nánar er fjallað um myndina, Marianne Faithfull og Lucy Boynton í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.  

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ímyndunaraflið er af hinu góða ef menn kunna að hafa á því hemil og gera greinarmun á draumi og veruleika. Haltu einbeitingunni þótt þín sé ákaft freistað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ímyndunaraflið er af hinu góða ef menn kunna að hafa á því hemil og gera greinarmun á draumi og veruleika. Haltu einbeitingunni þótt þín sé ákaft freistað.