Clea úr The Home Edit hefur lyfjameðferð

Joanna og Clea úr þáttunum The Home Edit
Joanna og Clea úr þáttunum The Home Edit Ljósmynd/Instagram

Þáttastjórnandinn Clea Shearer er byrjuð í lyfjameðferð gegn brjóstakrabbameini. Clea er þekkt fyrir störf sín sem skipuleggjandi fyrir fræga fólkið. Í vinsælu Netflix-þáttunum The Home Edit fara hún og Joanna Teplin heim til fólks og endurskipuleggja heimili þess.

Clea greindist með krabbamein í apríl og hefur talað opinskátt um það. Hún fór í tvöfalt brjóstnám fyrir sex vikum og hefur í kjölfarið hafið lyfjameðferð. Hún hefur rakað af sér hárið í undirbúningi fyrir þau áhrif sem meðferðin mun hafa á hana. 

„Í dag er upphaf lyfjameðferðarinnar. Ég upplifði svefnleysi og áhyggjur þegar dagurinn nálgaðist. Ég fékk brjálæðiskast í gær, sem lýsti sér eins og ég væri barn fast í rússíbana sem ég vildi ekki vera í, en ég komst ekki neitt. Ég jafnaði mig og fór í göngutúr með börnunum mínum og hló að dóttur minni. Það er ekki til betra meðal en að fara út ganga og hlátur,“ segir Clea á Instagram. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unni Lindell
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kátínan hefur ráðið ríkjum hjá þér um tíma og engin ástæða til annars en að halda henni við. Smávegis eftirtekt núna sparar þér ærna röskun á lífi þínu síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unni Lindell
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kátínan hefur ráðið ríkjum hjá þér um tíma og engin ástæða til annars en að halda henni við. Smávegis eftirtekt núna sparar þér ærna röskun á lífi þínu síðar.