Hljóp með höfuðið í gegnum vegg

„Þetta átti ekkert að vera leiksýning,“ segir Kristján Ingimarsson, gestur Ragnheiðar Birgisdóttur í Dagmálum, sem frumsýnir verkið Room 4.1 Live í Borgarleikhúsinu í vikunni.

„Ég ætlaði að gera þætti á netinu, örþætti, af því ég hafði svo margar hugmyndir og sumar hugmyndir passa ekkert við heilkvöldssýningu. Þær eru bara stuttar hugmyndir. Mér fannst leiðinlegt að henda þeim.“

Þáttaröðin fjallar um mann að nafni Vincent sem er samkvæmt Kristjáni „orðinn hundleiður á lífinu, á kúltúrnum, á fjölskyldunni og vinum sínum, bara öllu þessu brölti sem við erum í, hversdagsleikanum í rauninni.“

„Hann ímyndar sér að hann sé að drepast í puttanum og lætur leggja sig inn á sjúkrahús en það er ekkert að honum. Það er kannski bara mest hérna uppi sem er eitthvað að stríða honum,“ segir Kristján og bendir á höfuðið.

Ballið byrjar hinum megin við vegginn

„Þegar hann er kominn á sjúkrahúsið og er búinn að komast að því að það er ekkert að honum þá hleypur hann í örvæntingu með hausinn í gegnum vegg og þar byrjar ballið. Það er eins og hann fari inn í einhverja nýja vídd. Þar hittir hann svolítið sjálfan sig og það er stundum ekkert gaman að vera einn með sjálfum sér þegar raddirnar byrja að óma.“

„Aðdráttarafl jarðar fer að skipta minna máli hjá honum. Við byggðum alveg sérstaklega sviðsmynd sem er svona hjól með þessu herbergi inni í. Þannig ef hjólið snýst þá fjarlægjum við í rauninni aðdráttarafl jarðar.“ Verkið er þannig uppfullt af hinum ýmsu brellum sem Kristján segist hafa mjög gaman af. 

Örþættina Room 4.1 má alla nálgast hér

Lífið í kringum upptökurnar „bilað“

„Það var svo klikkað að búa til þessa þætti, öll þessi smáatriði, allar þessar hugmyndir sem maður var að reyna að fá í gegn, sem voru svolítið fáránlegar. Maður var bara að reyna að vera trúr myndunum sem maður var með í hausnum í staðinn fyrir að vera að búa til einhverja nákvæma sögu. Þannig maður fékk svona mikið frelsi í þessu og allt í einu var maður kominn í einhverjar undarlegar stellingar og senur.“

Þannig varð hugmyndin að leiksýningunni til: „Mér fannst einhvern veginn lífið í kringum þessar upptökur svo bilað. Ég var sjálfur að reyna að leika þennan gaur á meðan ég var að leikstýra og það var bara ekkert að virka. Ég var með hausinn í gegnum gat og með skjá að reyna að leikstýra leikurunum sem voru inni í herberginu þar sem rassinn á mér var. Mér fannst þetta pínu fyndið og ákvað að gera sýningu sem fjallar um upptökurnar á þessum þáttum.“

Dagmálaviðtalið í heild má finna hér: 

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/menning/229549/

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler