Bille Eilish opnar sig um tourette

Söngkonan Billie Eilish.
Söngkonan Billie Eilish. AFP/Mike Coppola

Söngkonan Billie Eilish opnaði sig um tourette-heilkennið í spjallþætti Davids Lettermans á dögunum. Þau áttu langt samtal og meðan á því stóð tók hann eftir kippum hjá söngkonunni. Letterman spurði Eilish hvort það væri í lagi að tala um tourette.

„Ef ég er tekin upp nógu lengi áttu eftir að sjá mikið af kippum,“ sagði söngkonan og hún var til í að ræða þetta þótt hún geri það sjaldan.

„Mér þykir gaman að svara spurningum varðandi þetta af því mér finnst þetta svo merkilegt og ég skil sjálf ekki hvað er að gerast,“ segir Eilish. Söngkonan hefur áður talað um einkennin í viðtali við Ellen DeGeneres.

Í viðtalinu við DeGeneres sagðist hún hafa byrjað að sýna einkenni heilkennisins þegar hún var 11 ára og að þau hafi fjarað út með árunum. Hún segist ekki fá kippi þegar hún er á sviði eða á hreyfingu, þetta gerist bara þegar hún situr kyrr, slakar á eða er að einbeita sér.

Hún segir að fólk eigi það til að hlæja þegar hún fær kippi, það haldi að hún sé að reyna að vera fyndin. Hún verður móðguð þegar viðbrögð fólks eru á þann máta og segir því að hún sé með tourette.

Eilish segir að það séu svo miklu fleiri með tourette en maður áttar sig á. Nokkrir listamenn hafi viðurkennt það fyrir henni, hún ætli þó ekki að segja hverjir, því það sé ekki hennar að segja frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant