Caitlyn og Rob ekki í brúðkaupinu

Raunveruleikastjörnunni Caitlyn Jenner var ekki boðið í brúðkaup Kourtney Kardashian og Travis Barker á Ítalíu um helgina.

Caitlyn Jenner var gift Kris Jenner, móður Kourtney, í mörg ár. Það vantaði fleiri úr Kardashian- fjölskyldunni í brúðkaupið en bróðir hennar, Rob Kardashian, var líka fjarri góðu gamni. 

Jenner fékk ekki boð í brúðkaupið á Ítalíu og að sögn heimildarmanna TMZ eiga þær ekki í nánu sambandi. Hjónin hafi viljað að athöfnin og veislan væru aðeins fyrir nánasta fólkið þeirra og svo virðist sem Jenner sé ekki í þeim hóp.

Barker-hjónin stefna á að halda veislu í Los Angeles líka, kannski fær hún boðskort í það. 

Rob Kardashian er ekki mikið fyrir sviðsljósið eins og systur hans. Að sögn heimildarmanns Page Six sá hann sér ekki fært að mæta sökum myndavélaumstangs í kringum fjölskylduna. Hann fékk þó boð en ákvað að þiggja það ekki.   

Rob Kardashian í faðmi systra sinna þegar hann óttaðist ekki …
Rob Kardashian í faðmi systra sinna þegar hann óttaðist ekki athyglina. mbl.is/AFP
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unni Lindell
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kátínan hefur ráðið ríkjum hjá þér um tíma og engin ástæða til annars en að halda henni við. Smávegis eftirtekt núna sparar þér ærna röskun á lífi þínu síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unni Lindell
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kátínan hefur ráðið ríkjum hjá þér um tíma og engin ástæða til annars en að halda henni við. Smávegis eftirtekt núna sparar þér ærna röskun á lífi þínu síðar.