Trúlofuð eftir einn mánuð saman

Calvin Harris hefur fundið ástina.
Calvin Harris hefur fundið ástina. AFP

Tónlistarmaðurinn Calvin Harris trúlofaðist kærustu sinni Vick Hope fyrr í mánuðinum. Parið hefur aðeins verið saman í einn mánuð en hafa verið að stinga saman nefjum í rúma fimm mánuði. Hann bað hennar undir tré í garðinum sínum á partíeyjunni Ibiza, þar á hann glæsivillu.

Harris bauð Hope á stefnumót fyrir tíu árum síðan en hún neitaði því boði. Hope starfar sem útvarpskona og gengur oft undir nafninu Dj VICK. Harris breyst mikið í gegnum árin og er talin eldast eins og gott rauðvín. Hope viðurkenndi að hún hafi upprunalega neitað boði hans fyrir tíu árum vegna þess að hún hafi ekki haft áhuga á honum vegna útlits hans.

Hún játaði bónorði hans um leið og hann bað hennar. Hún er virkilega ástfangin af Harris og gæti ekki verið hamingjusamari samkvæmt heimildarmönnum The Sun. Hope er búin að segja fólki að þau ætli að gifta sig á Ibiza. Hope og móðir hennar eru nú þegar byrjaðar að plana brúðkaupið. Calvin Harris er 38 ára og Vick Hope er 32 ára.   

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ímyndunaraflið er af hinu góða ef menn kunna að hafa á því hemil og gera greinarmun á draumi og veruleika. Haltu einbeitingunni þótt þín sé ákaft freistað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ímyndunaraflið er af hinu góða ef menn kunna að hafa á því hemil og gera greinarmun á draumi og veruleika. Haltu einbeitingunni þótt þín sé ákaft freistað.