Triangle of Sadness fær Gullpálmann

Ruben Östlund var hæstánægður með verðlaunin.
Ruben Östlund var hæstánægður með verðlaunin. AFP

Satíran Triangle of Sadness eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund hreppti Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem haldin var í 75. sinn í kvöld. Er þetta í annað skipti sem Östlund fær Gullpálmann en árið 2017 hlaut hann verðlaunin fyrir kvikmyndina The Square.

Kóreski leikarinn Song Kang-ho var valinn besti leikarinn fyrir leik sinn í japönsku kvikmyndinni Broker, sem fjallar um kóreska fjölskyldu í leit að heimili fyrir munaðarlaust barn. The Guardian greinir frá. „Mig langar að þakka öllum fyrir, sem kunna að meta kóreskar kvikmyndir,“ sagði Kang-ho í ræðu sinni.

Kóreska kvikmyndin Parasite hreppti Gullpálmann árið 2019 og má því segja að landið hafi stimplað sig vel inn í kvikmyndasenuna.

Ebrahimi valin besta leikkonan

Zar Amir Ebrahimi var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni Holy Spider eftir Ali Abbasi en þar brá hún sér í hlutverk blaðakonu. Fjallar myndin um vændisiðnaðinn í írönsku borginni Mashhad og þótti sérlega ofbeldisfull og grafísk en í þakkarræðu sinni sagði Ebrahimi að myndin hafi sýnt allt það sem er ógerningur að sýna í Íran.

Tarik Saleh, sem kemur frá Svíþjóð og Egyptalandi, fékk verðlaun fyrir bestu sviðsmyndina í hryllingsmyndinni Boy From Heaven, sem gerist í moskunni Al-Azhar í Kaíró. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unni Lindell
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu, sem hefur lengi verið að brjótast um í þér. Njóttu þess svo að daðra í kvöld - þú ert æsandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unni Lindell
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu, sem hefur lengi verið að brjótast um í þér. Njóttu þess svo að daðra í kvöld - þú ert æsandi.