„Þetta er mín versta martröð sem faðir“

Michael Owen ásamt dóttur sinni, Gemmu Rose.
Michael Owen ásamt dóttur sinni, Gemmu Rose. Skjáskot/Instagram

Fyrrum fótboltamaðurinn Michael Owen er allt annað en sáttur við dóttur sína, Gemmu Rose Owen, eftir að hún skráði sig til leiks í bresku stefnumótaþættina Love Island.

Gemma, sem er 19 ára gömul, virðist ekki ætla að draga skráningu og þátttöku sína til baka því þáttaröðin hefur nú þegar hafið göngu sína með Gemmu innanborðs. Gemma viðurkenndi að pabbi hennar hafi ekki hrópað húrra fyrir þátttöku hennar í þáttunum en á sama tíma virðist henni vera slétt sama um óánægju föður síns. 

„Ég get ekki sagt að pabbi minn sé spenntur fyrir því að ég sé að taka þátt í Love Island en hann treystir því bara að ég verði honum ekki til skammar í þáttunum,“ er haft eftir Gemmu sem freistar þess að einn af keppendunum af gagnstæðu kyni verði lífsförunautur hennar að þáttaröðinni lokinni.  

„Þetta er líklega ein versta martröð feðra,“ sagði Owen í samtali við ITV News á dögunum. Lýsti hann dóttur sinni þó sem skynsamari stelpu og að hann myndi alltaf styðja við bak hennar og þær ákvarðanir sem hún komi til með að taka á lífsleiðinni.

„Þetta er stórt. En hvað sem hún kemur til með að taka sér fyrir hendur þá mun ég vera hennar stuðningur og bera virðingu fyrir því. Ég ætla ekki að segja henni hvað hún á að gera og hvað hún á ekki að gera,“ sagði Owen jafnframt og reyndi að sýna ákvörðun dóttur sinnar skilning.

„Gamlir og pirraðir menn eins og ég munu alltaf hafa skoðun á öllu en ég held að þetta sé ekki eins slæmt og ég held. Hún hefur að minnsta kosti sannfært mig um það.“ 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt einhverjir eigi erfitt með að skilja hvert þú ert að fara. Gerðu ráð fyrir því óvænta í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt einhverjir eigi erfitt með að skilja hvert þú ert að fara. Gerðu ráð fyrir því óvænta í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney