Ofurfyrirsætan einhleyp á ný

Kendall Jenner.
Kendall Jenner. AFP

Ofurfyrirsætan Kendall Jenner og NBA körfuboltamaðurinn Devin Booker eru hætt saman. Heimildarmaður E news! segir parið hafa upplifað erfiðleika og í kjölfarið ákveðið að fara í sitthvora áttina.

Jenner og Booker eru sögð hafa átt góðar stundir í brúðkaupi systur Jenner, Kourtney Kardashian. „En þegar þau komu heim fór þeim að líða eins og þau væru ekki í takt hvort við annað og áttuðu sig á því að þau lifi mjög mismunandi lífsstíl,“ segir heimildarmaður E news!.

Kendall Jenner og Devin Booker á Ítalíu í ágúst 2021.
Kendall Jenner og Devin Booker á Ítalíu í ágúst 2021. Skjáskot/Instagram.

Jenner tilkynnti Booker að hún þyrfti pláss og tíma í sundur að sögn heimildarmannsins, sem segir þau hafa haldið sambandi síðan og þyki enn vænt hvort um annað. Hann segir sambandsslitin mögulega tímabundin. „Þau vonast bæði til að láta sambandið virka, en eins og er þá eru þau ekki saman.“

Parið hafði verið saman í tvö ár, en þau sáust fyrst saman í apríl 2020 þegar þau keyrðu saman í Arizona, Bandaríkjunum. Eftir margar vikur af orðrómum um parið byrjuðu þau formlega saman í júní sama ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant