Lopez vildi vera ein á sviðinu

Jennifer Lopez móðgaðist mjög vegna hálfleiks Super Bowl.
Jennifer Lopez móðgaðist mjög vegna hálfleiks Super Bowl. AFP/ VALERIE MACON

Jennifer Lopez fannst það frekar móðgandi að vera gert að deila sviðinu með Shakiru í hálfleik Super Bowl. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd um söngkonuna Halftime.

„Venjulega er það einn sem skemmtir í hálfleik. Sá listamaður sem er valinn, skapar sýninguna og getur valið hvort hann fær til sín aðra listamenn til að troða upp með sér eða ekki, það er þeirra val. Það var móðgandi að segja að það þyrftu að vera tvær rómanskar söngkonur til að troða upp í stað þessa eins sem hefð er fyrir,“ sagði Lopez.

Gloria Estefan gefur lítið fyrir þetta. Hún segir að stjórnendur hálfleiks hafi viljað tryggja góða sýningu og viljað ákveðna fjölbreytni milli Miami og rómönsku Ameríku.

„Staðreyndirnar eru þessar. Tíminn er af mjög skornum skammti eða um 12 mínútur. Ég held að þeir hafi viljað fá sem allra mest úr þessum 12 mínútum og skapa „latin extravaganza“,“ segir Estefan sem var boðið að taka þátt í sýningunni með Lopez og Shakiru en hafi afþakkað boðið. Hún vildi hvorki stela athyglinni né þurfa að fara í megrun í desember.

Jennifer Lopez og Shakira á Super Bowl 2020.
Jennifer Lopez og Shakira á Super Bowl 2020. AFP
Gloria Estefan segir Lopez að róa sig.
Gloria Estefan segir Lopez að róa sig. Skjáskot/Instagram
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér verður hrósað mikið fyrir árangur þinn í starfi og átt það svo fyllilega skilið. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér verður hrósað mikið fyrir árangur þinn í starfi og átt það svo fyllilega skilið. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.