Poppstjarna barðist við spilafíkn

Söngkonan Jo O´Meara í dag.
Söngkonan Jo O´Meara í dag. Skjáskot/Instagram

Jo O´Meara var söngkona í unglingasveitinni S Club 7 sem naut mikillar velgengni á tíunda áratugnum. Það sem enginn vissi var að hún barðist við mikla spilafíkn en var lengi vel í afneitun.

O´Meara elskaði spilakassa og varði miklum tíma í þeim áður en hún steig á svið. Þannig tókst hún á við pressuna sem fylgdi því að vera í hljómsveit. 

„Þetta snerist ekki um peninga. Ég vildi bara fá þrjá ávexti í röð í spilakassanum og að ljósin blikkuðu. Sú víma hélt mér gangandi og ég gat ýtt frá mér öllum áhyggjunum,“ segir O´Meara sem segist hafa fljótt farið að mæta fyrr til þess að geta varið meiri tíma í spilakössunum.

„Ég var ekkert að pæla í þessu. Ég bara mætti snemma og setti hvern hundraðkallinn inn á eftir öðrum. Svo bara allt í einu er maður búinn að eyða meiru en maður ætlaði sér.“

Ekki leið á löngu þar til hljómsveitameðlimirnir fóru að hafa áhyggjur og það rataði í fréttir að hún væri með spilafíkn.

„Við vorum að ferðast um landið og ég lét mig hverfa. Allir vissu að ég væri í spilakössunum. Það var bara típískt ég. Ég var rosalega pirruð að fólk héldi að ég væri spilafíkill. Það er aðeins ný til komið að ég áttaði mig á vandanum sjálf.“

Unglingahljómsveitin S Club 7 sló í gegn í Bretlandi á …
Unglingahljómsveitin S Club 7 sló í gegn í Bretlandi á sínum tíma. Hljómsveitin var líka með vinsæla sjónvarpsþætti sem sýndir voru á Stöð 2. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler