„Ég held að allir eigi stórt leyndarmál og þetta er mitt“

Leikkonan Amy Schumer.
Leikkonan Amy Schumer. AFP

Leikkonan Amy Schumer opnaði sig nýlega um „stóra leyndarmálið sitt“, en Schaumer glímir við hárreytiæði (e. trichotillomania), röskun sem lýsir sér sem síendurtekin þörf til þess að plokka eigin líkamshár á mismunandi stöðum líkamans. 

„Ég held að allir eigi stór leyndarmál og þetta er mitt,“ sagði Schumer í samtali við The Hollywood Reporter. Hún segir stóru fargi af sér létt enda hafi hún burðast með mikla skömm lengi.

Samkvæmt heimildum People hófst hárreytiæði Schumer á unglingsárunum þegar foreldrar hennar hættu saman. Á sama tíma varð faðir hennar gjaldþrota og greindist með MS-sjúkdóminn. Á þessum tíma varð hárreytiæðið svo slæmt að hún endaði á því að þurfa vera með hárkollu í skólanum. 

View this post on Instagram

A post shared by @amyschumer

„Ég vil ekki eiga stórt leyndarmál lengur. Það er gott fyrir mig að opna mig með það til að draga úr skömminni minni og kannski, vonandi, hjálpa öðrum að lina skömmina sína líka.“

Schumer er ekki eina stjarnan sem glímir við röskunina, en Olivia Munn opnaði sig um röskunina árið 2012. Hjá henni lýsir röskunin sér á þann hátt að hún dregur sífellt úr sér augnhárin. 

Leikkonan Olivia Munn.
Leikkonan Olivia Munn. AFP
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir verið á hlaupum í dag fyrir einhvern annan, og þér er alveg sama. Að ná sér á strik ef jafn mikill hæfileiki og að hrasa aldrei.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir verið á hlaupum í dag fyrir einhvern annan, og þér er alveg sama. Að ná sér á strik ef jafn mikill hæfileiki og að hrasa aldrei.