Kvennabósinn hvergi nærri hættur

Grínistinn Nick Cannon.
Grínistinn Nick Cannon. Skjáskot/Instagram

Grínistinn Nick Cannon hefur verið kenndur við ófáar konur í gegnum tíðina. Stefnumótasaga Cannons hljómar nokkuð framandi fyrir marga en segir allt sem segja þarf þegar börnin hans sjö eru kynnt til sögunnar ásamt barnsmæðrunum fimm.

„Mér hefur mistekist hrapallega svo oft í samböndum og hjónaböndum,“ viðurkenndi kvennabósinn blygðunarlaust í hlaðvarpsþættinum All The Way hjá Shelley Wade á dögunum.

Cannon er sagður eiga von á þremur börnum á næstu misserum með tveimur konum. Hann er því hvergi nærri hættur. Fréttamiðillinn Page Six greindi frá.

Þegar Shelley Wade bar þá spurningu til Cannons hvort hann hefði áform um að kvænast einhvern tímann aftur í framtíðinni lá ekki á svörum hans. 

„Guð er ekki búinn með mig,“ sagði Cannon svo greina mátti vongóðan tóninn í rödd hans. „við munum finna út úr þessu,“ bætti hann svo við. 

Nick Cannon var kvæntur söngkonunni Mariuh Carey á árunum 2008-201 og saman eiga þau tvíbura. Síðan þá hefur hann átt í ástarsamböndum við fjölmargar konur en deilir börnum með fyrirsætunni Brittany Bell, plötusnúðinum Abby De La Rosa, söngkonunni Alyssu Scott og fyrirsætunni Bre Tiesi. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú virðist alltaf vera ánægður, alveg sama á hverju gengur. En með elju og ástundun eru þér allir vegir færir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú virðist alltaf vera ánægður, alveg sama á hverju gengur. En með elju og ástundun eru þér allir vegir færir.