Snobb-kryddið gefur eftir

Kryddpíurnar á þekktu veggspjaldi.
Kryddpíurnar á þekktu veggspjaldi. Skjáskot / Spice Girls

Staðfest hefur verið að tískugoðið Victoria Beckham ætli að ganga aftur til liðs við stúlknahljómsveitina Spice Girls. 

Victoria Beckham, sem stundum var kölluð Snobb-kryddið á gullaldarárum Kryddpíanna, hefur ekki komið fram á tónleikum með sveitinni í rúman áratug.

Mel C, Íþrótta-kryddið, sagði í viðtali við BBC Breakfast fyrr á þessu ári að hún hefði góða tilfinningu fyrir því að Beckham myndi gefa eftir og ganga til liðs við stúlknasveitina aftur. Samkvæmt því sem fram kemur á vefmiðlinum The Sun viðurkenndi Mel C að endurkoman hefði lengi verið til umræðu á meðal hljómsveitarmeðlima. Sagði hún að allir meðlimir bandsins hefðu oft og títt grátbeðið Beckham um að ganga til liðs við sveitina á ný.

Spice Girls var vinsælasta stúlknasveit heims á árunum 1994-2001. Í kringum aldamótin gaf hljómsveitin upp laupana en kom saman að nýju sjö árum seinna, án Victoriu Bekcham, sem ákvað að snúa sér að öðru. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir