Eltihrellirinn braust aftur inn

Ariana Grande.
Ariana Grande. AFP

Söngkonan Ariana Grande er búin að eiga sama eltihrellirinn í mög ár. Hann braust inn heima hjá henni á 29 ára afmæli hennar síðasta sunnudag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann fer heim til söngkonunnar.

Eltihrellirinn heitir Aharon Brown. Hann var handtekin síðast í september eftir að hann mætti heim til söngkonunnar með veiðihníf og hótaði henni og öryggisgæslumönnum hennar lífláti. Eftir þetta fékk Grande nálgunarbann á hann sem bannar honum að koma nálægt henni. 

Nálgunarbannið virðist ekki stoppa hann en hann braut það á þriðjudeginum og átti að gefa sig fram eftir það. Hann ákvað í staðinn að brjótast inn heima hjá henni samkvæmt heimildum TMZ.

Hún var ekki heima þegar atvikið átti sér stað en öryggiskerfið á heimilinu fór í gang og lögreglan mætti og handtók Brown. Hann er í varðhaldi og verður ákærður fyrir brotið. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér verður hrósað mikið fyrir árangur þinn í starfi og átt það svo fyllilega skilið. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér verður hrósað mikið fyrir árangur þinn í starfi og átt það svo fyllilega skilið. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.