Snýr aftur eftir 8 ára hlé

Cameron Diaz snýr aftur
Cameron Diaz snýr aftur AFP

Leikkonan Cameron Diaz hefur ákveðið að snúa aftur til starfa. Hún tilkynnti heiminum að hún væri hætt að leika árið 2018 en hún hafði þá ekki leikið í fjögur ár. Netflix greindi frá því á dögunum að hún að hún væri að snúa aftur og væri að leika í kvikmyndinni Back in Action sem veitan er að framleiða.

Leikarinn Jamie Foxx er sagður sá sem sannfærði Diaz um að snúa afur. Þau léku saman í myndinni Annie fyrir átta árum og sameinast aftur á skjánum í þessari mynd. Það er ekki vitað nákvæmlega um hvað myndin er, út frá titlinum má áætla að þau verði bæði í frábæru formi í myndinni. 

„Ég er mjög spennt, en ég veit ekki hvernig ég á að gera þetta,“ sagði Diaz. 

Foxx tók upp samtal á milli þeirra Diaz þar sem hann fékk ameríska–fótboltakappann Tom Brady til að aðstoða hana með að tilkynna að hún væri að snúa aftur. Brady hefur nokkrum sinnum sagst vera hættur í amerískum fótbolta en snýr svo alltaf aftur og ætti því að luma á góðum ráðum.

Hann birti samtalið á Twitter þar sem hann skrifaði „Cameron ég vona að þú sért ekki reið en ég tók þetta upp, getur ekki hætt við núna“.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir verið á hlaupum í dag fyrir einhvern annan, og þér er alveg sama. Að ná sér á strik ef jafn mikill hæfileiki og að hrasa aldrei.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir verið á hlaupum í dag fyrir einhvern annan, og þér er alveg sama. Að ná sér á strik ef jafn mikill hæfileiki og að hrasa aldrei.