Fór í þungunarrof 15 ára og var handtekin

Busy Philipps.
Busy Philipps. AFP

Leikkonan Busy Philipps var handtekin í mótmælum á fimmtudaginn fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna. Hún var mætt ásamt mörgum öðrum til að mótmæla niðurstöðu réttarins í máli þar sem deilt var um rétt til þungunarrofs.

Hún hefur einnig opnað sig um að hafa farið sjálf í þungunarrof þegar hún var 15 ára. Móðir hennar studdi hana og hjálpaði henni í gegnum ferlið. Hún segir að hún sé þakklát fyrir móður sína og fyrir að hafa fengið stuðning á sínum tíma.

Busy Philipps á mótmælum
Busy Philipps á mótmælum

Hún birti myndir af mótmælunum á Instagram ásamt myndskeiði af því þegar hún var fjarlægð af svæðinu. Hún segir að hún ætli aldrei að hætta að berjast fyrir réttindum kvenna. 

„Við munum ekki hætta, við gefumst ekki upp og hættum ekki að berjast fyrr en að allir Bandaríkjamenn eru jafnir. Ég er að gera þetta fyrir ykkur, börnin mín, mömmu mína og ömmu mína,“ sagði hún við fylgjendur sína sem eru 2,3 milljónir talsins.  

Philipps á tvö börn með Marc Silverstein, Birdie 13 ára og Cricket átta ára.

HÉR getur þú séð handtökuna. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir verið á hlaupum í dag fyrir einhvern annan, og þér er alveg sama. Að ná sér á strik ef jafn mikill hæfileiki og að hrasa aldrei.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir verið á hlaupum í dag fyrir einhvern annan, og þér er alveg sama. Að ná sér á strik ef jafn mikill hæfileiki og að hrasa aldrei.