Framhjáhald í hverri viku

Jason Derulo og Jena Frumes eiga saman eins árs gamlan …
Jason Derulo og Jena Frumes eiga saman eins árs gamlan son. Skjáskot/Instagram

Jena Frumes, fyrrum kærasta og barnsmóðir tónlistarmannsins Jason Derulo sakar hann um að hafa stöðugt haldið framhjá sér. Þau hættu saman í september 2021 eftir rúmlega ár í sambandi, en þau eiga saman soninn Jason Jr. 

Fyrirsætan birti mynd af sér á Instagram-reikningi sínum í gær og fékk í kjölfarið ummæli frá nettrölli sem hún svaraði fullum hálsi. Í ummælunum lét tröllið ljót orð falla um hana og son þeirra vegna þess að þau hefðu eignast hann utan hjónabands.

View this post on Instagram

A post shared by JENA (@jenafrumes)

„Við ætluðum einu sinni að gifta okkur en kannski er betra að vera einhleypur en að vera í sambandi þar sem þú ert stöðugt vanvirtur og haldið framhjá þér. Eða er betra eð þegja svo fólk eins og þú samþykki það?,“ skrifaði Frumes. 

Skjáskot/Instagram

Hún deildi langri yfirlýsingu þar sem hún sagðist hafa verið í mikilli ástarsorg yfir að sambandið hefði ekki virkað og að hún væri einstæð. „Ég get ekki verið sú eina sem reynir að láta sambandið ganga. Ef karlamaðurinn velur frekar nýja stelpu í hverri viku en fjölskylduna sína... Ég mun aldrei samþykkja það að deila elskhuga sem ég elska af öllu hjarta.“ Þar að auki deildi Frumes að hún fengi ekki greitt meðlag frá Derulo. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir verið á hlaupum í dag fyrir einhvern annan, og þér er alveg sama. Að ná sér á strik ef jafn mikill hæfileiki og að hrasa aldrei.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir verið á hlaupum í dag fyrir einhvern annan, og þér er alveg sama. Að ná sér á strik ef jafn mikill hæfileiki og að hrasa aldrei.