Fyrrverandi eiginmaður ofurfyrirsætu ásakaður um naugðanir

Linda Evangelista.
Linda Evangelista. AFP

Gerald Marie hefur er sagður hafa nauðgað 13 stúlkum allt niður í fjórtán ára að aldri. Hann er fyrrverandi eiginmaður ofurfyrirsætunnar Lindu Evangelistu en þau voru gift á árunum 1987 til 1993. 

Marie er 72 ára og vann á sínum tíma fyrir Elite Model Management á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og var mjög áhrifamikill innan geirans. Hann er sagður hafa nauðgað stúlkum því honum fannst hreinar meyjar ekki myndast vel. Svo hélt hann kókaíni að þeim til þess að halda þeim grönnum.

Bandaríska fyrirsætan Carré Sutton segist hafa verið ítrekað nauðgað eftir að hann skráði hana hjá skrifstofunni en þá var hún aðeins 16 ára. Þá heldur hún því fram að hann hafi selt þær til annarra karla og er hann í dag þekktur sem Harvey Weinstein tískuheimsins.

Linda Evangelista hefur áður tjáð sig um ásakanirnar á hendur sínum fyrrverandi en árið 2020 sagðist hún ekkert hafa vitað um þessi mál á meðan hjónabandinu stóð.

„Þegar ég heyri sögur þessara kvenna og byggt á minni reynslu, þá trúi ég að þær séu að segja sannleikann. Þetta eru sár sem kannski gróa aldrei og ég dáist að hugrekki þeirra og styrk.“

Sjálf hefur Evangelista átt erfiða tíma eftir misheppnaða fitufrystingu.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú virðist alltaf vera ánægður, alveg sama á hverju gengur. En með elju og ástundun eru þér allir vegir færir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú virðist alltaf vera ánægður, alveg sama á hverju gengur. En með elju og ástundun eru þér allir vegir færir.