Endurtaka leikinn

Árstíðir í lestarstöðinni í Wuppertal í Þýskalandi árið 2013.
Árstíðir í lestarstöðinni í Wuppertal í Þýskalandi árið 2013. Skjáskot/YouTube.

Hljómsveitin Árstíðir hefur ákveðið að endurtaka leikinn á lestarstöðinni í Wuppertal í Þýskalandi á næsta ári, og syngja þar lag Þorkels Sigurbjörnssonar, Heyr himnasmiður, við texta Kolbeins Tumasonar. Sveitin tók lagið upp á þessum stað árið 2013 og í kjölfarið fór upptakan á Youtube. Sló hún fljótt í gegn og hafa nærri 8 milljónir manna séð upptökuna.

„Við vorum að túra í Þýskalandi og eftir gott gigg eitt kvöldið enduðum við á lestarstöð, en þá vorum við búnir að fá okkur nokkra bjóra og komnir í smá fíling,“ segir Gunnar Már Jakobsson, meðlimur í hljómsveitinni, þegar hann rifjar upp söguna á bak við myndbandið.

Hann segir hljómsveitinni hafa brugðið daginn eftir þar sem myndbandið var komið með töluvert áhorf á Youtube á aðeins einni nóttu.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson