Sextugur og á hátindi ferilsins?

Tom Cruise varð sextugur um helgina.
Tom Cruise varð sextugur um helgina. AFP

Stórleikarinn Tom Cruise fagnaði 60 ára afmæli sínu hinn 3. júlí síðastliðinn. Cruise hefur aldrei gengið betur á ferli sínum sem leikari en kvikmynd hans, Top Gun: Maverick, náði í fyrsta skipti að selja miða fyrir meira en hundrað milljónir bandaríkjadala á opnunarhelgi sinni í Bandaríkjunum í vor. 

Cruise var aðeins 19 ára gamal þegar hann fékk hlutverk í sinni fyrstu kvikmynd, aukahlutverk í kvikmyndinni Endless Love. Ári áður flutti hann til New York borgar til að láta draum sinn um frægð og frama rætast.

Hans fyrsta stóra hlutverk fékk hann svo tveimur árum síðar þegar hann lék í kvikmyndinni Risky Business. 

Draumurinn rættist svo sannarlega og gott betur. Árið 1986 fór hann með hlutverk í fyrstu Top Gun myndinni sem hefur notið vinsælda frá því hún var frumsýnd. Aldrei hefur hann þó unnið Óskarsverðlaun fyrir vinnu sína en verið tilnefndur til þeirra þrisvar sinnum. 

Cruise kynnir Top Gun: Maverick í Seoul í Suður-Kóreu í …
Cruise kynnir Top Gun: Maverick í Seoul í Suður-Kóreu í júní. AFP
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér verður hrósað mikið fyrir árangur þinn í starfi og átt það svo fyllilega skilið. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér verður hrósað mikið fyrir árangur þinn í starfi og átt það svo fyllilega skilið. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.