Stjörnurnar slaufuðu þjóðhátíðardeginum

Kim Kardashian, Jessica Chastain og Zooey Deschanel gagnrýndu ákvörðun Hæstaréttar …
Kim Kardashian, Jessica Chastain og Zooey Deschanel gagnrýndu ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna á þjóðhátíðardaginn. Samsett mynd

Frægustu konur Bandaríkjanna, þar á meðal Kim Kardashian, Katy Perry og Jessica Chastain, létu lítið fara fyrir veisluhöldum á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna á samfélagsmiðlum sínum í gær. Ástæðan er nýfallinn dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna er varðar réttinn til þungunarrofs. 

Margar stjörnur, þar á meðal Kardashian fjöls deildu færslu frá tískuhönnuðinum Anitu Elizabeth Bitton sem skrifaði í færslu á sunnudag að slaufa ætti 4. júlí vegna skorts á sjálfstæði kvenna.

Dómur hæstaréttar hefur verið efst á baugi í fréttaumfjöllun í Bandaríkjunum en með dóminum var víðfrægum dómi, Roe gegn Wade frá árinu 1973, snúið við. Dómur sá hafði tryggt konum réttinn til þungunarrofs í öllum ríkjum Bandaríkjanna. 

Tónlistarkonan Katy Perry vísaði í lag sitt Firework í gær. „Elskan þú ert eins og flugeldar, er lag með tíu í einkunn, en konur í Bandaríkjunum hafa færri réttindi en ragetta,“ skrifaði tónlistarkonan.

Myndmálið í færlsu leikkonunnar Jessicu Chastain var skýrt á Twitter. „Gleðilegan „sjálfstæðis“dag frá mér og réttinum yfir mínum eigin líkama,“ skrifaði hún við mynd af sér. 

Leikkonan Zooey Deschanel birti mynd af sér í bol sem á stendur að hún sé fylgjandi Roe gegn Wade dóminum. 

Zooey Deschanel.
Zooey Deschanel. Ljósmynd/Twitter

Leikkonan og baráttukonan Jameela Jamil lét einnig í sér heyra. „Sjálfstæðisdagur, nema ef þú ert með leg. Þá máttu fokka þér og okkur er alveg sama þó þú deyir, nema við fáum að rugla í allri þinni framtíð og andlegri heilsu,“ skrifaði hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler