Fimmta serían verður sú síðasta

Aðeins verður gerð ein sería af Stranger Things í viðbót.
Aðeins verður gerð ein sería af Stranger Things í viðbót. AFP

Aðdáendur þáttanna Stranger Things gráta sig margir hverjir í svefn þessa dagana eftir að hafa klárað síðustu tvo þætti fjórðu seríu sem kom út hinn 1. júlí síðastliðinn. Ástæðan er sú að fleiri þættir koma ekki út fyrr en eftir að minnsta kosti tvö ár að því er fram hefur komið í viðtölum við bræðurnar Matt og Ross Duffer sem eru höfundar Netflix-seríunnar sem slegið hefur í gegn. 

Nú hafa Duffer bræður einnig gefið út að fimmta serían, sem verður án efa gerð, verði sú síðasta. Í viðtölum hafa þeir bræður sagt að fyrir sjö árum hafi þeir teiknað upp söguþráð Stranger Things og séð fyrir sér að hann myndi endast þeim í um fjórar seríur. Í vor gáfu þeir svo upp að efnið væri of mikið til að koma í fjórar seríur. 

Bræðurnir Matt og Ross Duffer, höfundar Stranger Things.
Bræðurnir Matt og Ross Duffer, höfundar Stranger Things. AFP

Ótrúlegar viðtökur

Fjórða sería Stranger Things hefur fengið ótrúlegar viðtökur en henni var skipt upp í tvo hluta. Kom sá fyrri út í lok maí og seinni hlutinn varð svo aðgengilegur 1. júlí. Sló fyrri hlutinn öll fyrri met þegar kemur að frumsýningu á Netflix og var seríunni streymt í 286,7 milljónir klukkustunda á fyrstu vikunni. 

Þá hefur lagið Running Up That Hill eftir tónlistarkonuna Kate Bush náð ótrúlegum árangri í júnímánuði. Lagið kom út árið 1985 og náði aldrei fyrsta sætinu á vinsældarlista Bretlands á sínum tíma. Í júní náði lagið hins vegar á toppinn þökk sé Stranger Things. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að ljúka því verkefni sem þér hefur verið falið. Reyndu að beina viðkomandi inn á nýja braut.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að ljúka því verkefni sem þér hefur verið falið. Reyndu að beina viðkomandi inn á nýja braut.