Lady Gaga er nýja Harley Quinn

Leikkonan og söngkonan Lady Gaga
Leikkonan og söngkonan Lady Gaga AFP

Söng- og leikkonan Lady Gaga mun fara með hlutverk Harley Quinn í annarri mynd af Jókernum. Jóker 2 er sögð vera söngleikur að hluta en engin nánari lýsing hefur komið fram. Leikarinn Joaquin Phoenix mun aftur fara með hlutverk Jókersins sjálfs í myndinni.

Leikkonan Margot Robbie lék hlutverk Harley Quinn í tveimur kvikmyndum The Suicide Squad en samkvæmt heimildarmönnum verður Harley Quinn sem Gaga leikur ekki í sama DC heimi og hún. 

Gaga lék í kvik­mynd­inni A Star Is Born sem kom út árið 2018. Kvik­mynd­in er sann­kölluð verðlauna­mynd en hún vann til fjög­urra Grammy-verðlauna á sín­um tíma. Gaga fékk mikið lof fyrir leik sinn í þeirri mynd. 

Fyrsta Jóker myndin naut einnig mikillar velgengni, en hún kom út árið 2019. Árið 2020 hlaut hún tvenn Óskarsverðlaun. Phoenix fór heim með verðlaunin í flokki leikara í aðalhlutverki og íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.