Rödd Pingu og Línunnar látin

Carlo Bonomi, sem léði Pingu og Línunni rödd sína, er …
Carlo Bonomi, sem léði Pingu og Línunni rödd sína, er látinn.

Ítalski leikarinn Carlo Bonomi er látinn 85 ára að aldri. Bonomi er helst þekktur fyrir að ljá Pingu, sem á íslensku kallast Maggi mörgæs, og Línunni rödd sína. 

Bonomi lést hinn 6. ágúst síðastliðinn í Mílanó að því er fram kemur á ítalska fréttamiðlinum afnews.info. Rödd Bonomi hefur eflaust ómað á flestum íslenskum heimilum undanfarna áratugi, enda hafa þættirnir um Pingu og Línuna verið á dagskrá Ríkisútvarpsins lengi.

Þáttaraðirnar um Pingu voru framleiddar á árunum 1990 til 2000 og ómar rödd Bonomi í fyrstu fjóru þáttaröðunum um mörgæsina litlu á suðurpólnum.

Hann léði Línunni, sem á frummálinu heitir La Linea, rödd sína á árunum 1971 til 1986.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk hugsar ekki alltaf áður en það talar og þó að það geri það er óvíst að það hafi rétt fyrir sér. Leggðu þig fram um að bæta samskiptin því maður er manns gaman.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk hugsar ekki alltaf áður en það talar og þó að það geri það er óvíst að það hafi rétt fyrir sér. Leggðu þig fram um að bæta samskiptin því maður er manns gaman.