Rödd Pingu og Línunnar látin

Carlo Bonomi, sem léði Pingu og Línunni rödd sína, er …
Carlo Bonomi, sem léði Pingu og Línunni rödd sína, er látinn.

Ítalski leikarinn Carlo Bonomi er látinn 85 ára að aldri. Bonomi er helst þekktur fyrir að ljá Pingu, sem á íslensku kallast Maggi mörgæs, og Línunni rödd sína. 

Bonomi lést hinn 6. ágúst síðastliðinn í Mílanó að því er fram kemur á ítalska fréttamiðlinum afnews.info. Rödd Bonomi hefur eflaust ómað á flestum íslenskum heimilum undanfarna áratugi, enda hafa þættirnir um Pingu og Línuna verið á dagskrá Ríkisútvarpsins lengi.

Þáttaraðirnar um Pingu voru framleiddar á árunum 1990 til 2000 og ómar rödd Bonomi í fyrstu fjóru þáttaröðunum um mörgæsina litlu á suðurpólnum.

Hann léði Línunni, sem á frummálinu heitir La Linea, rödd sína á árunum 1971 til 1986.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler